Alan Shearer fyrrum leikmaður enska landsliðsins segir að Jack Grealish verði að fara frá Manchester City í sumar.
Grealish var ónotaður varamaður í úrslitum bikarsins um helgina þegar Crystal Palace vann óvæntan 1-0 sigur.
Grealish hefur lítið spilað í ár en Shearer segir að þetta sé búið núna. „Hann verður að fara, þetta er búið hjá City,“ segir Shearer.
„Að Guardiola láti ungan leikmann (Claudio Echeverri) og Ilkay Gundogan inn þegar það vantar mark frekar en Geralish, þetta er búið. Hann er búinn hjá Manchester City.“
„Pep hefur enga trú á honum lengur, ég veit ekki af hverju.“