Nemanja Matic gæti átt yfir höfði sér refsingu en þessi öflugi miðjumaður Lyon neitaði að taka þátt í að styðja við baráttu LGBTQ+ samfélagsins.
Allir leikmenn í franska boltanum um helgina voru með fána samkynhneigðra í merki deildarinnar.
Matic kom inn sem varamaður í leik LYon um helgina en hann hafði þá sett límband yfir fánann.
Deildin í Frakklandi vill styðja við baráttu LGBTQ+ samfélagsins og þá sérstaklega við bakið á þeim sem verða fyrir fordómum.
Matic vildi ekki taka þátt í því og segja franskir miðlar ágætis líkur á því að hann fái leikbann fyrir.
Fordæmi eru til í franska boltanum en leikmaður Monaco fékk fjögurra leikja bann fyrir þetta sama atvik.