Liverpool hefur skellt treflum með nafni og andliti Trent Alexander-Arnold á 70 prósenta afslátt í þeirri von um að þeir seljist.
Trent er að fara frítt til Real Madrid og hefur enginn stuðningsmaður Liverpool á því að klæðast varningi með nafni hans á.
Treflarnir sem um ræðir eru almennt á 16 pund en hefur Liverpool lækkað verðið í búð sinni niður í 5 pund þegar nafn og andlit Trent er annars vegar.
Stuðningsmenn Liverpool hafa tekið illa í ákvörðun Trent og var baulað á hann á Anfield á leik gegn Arsenal á dögunum.