Declan Rice hefur nú skorað fleiri mörk fyrir Arsenal en West Ham þrátt fyrir að hafa aðeins verið í tvö tímabil hjá Arsenal.
Miðjumaðurinn var keyptur til Arsenal fyrir 105 milljónir punda sumarið 2023 og hefur heldur betur staðið undir þeim verðmiða.
Rice skoraði sigurmark Arsenal í 1-0 sigri á Newcastle í gær og var það mark númer 16 í 102 leikjum fyrir Skytturnar.
Til samanburðar skoraði Rice alls 15 mörk í 245 leikjum fyrir West Ham og því ljóst að hann hefur bætt mikið af mörkum í sinn leik frá komunni á Emirates-leikvanginn.
16 – Declan Rice has now scored more goals for Arsenal (16 in 102 apps) than he did for West Ham in 245 games across all competitions (15). Expanded. pic.twitter.com/0pUvbol5cT
— OptaJoe (@OptaJoe) May 18, 2025