Það virðist fátt koma í veg fyrir að Jonatahan Tah gangi í raðir Bayern Munchen í sumar.
Miðvörðurinn er á förum frá Bayer Leverkusen eftir tíu ár hjá félaginu, en hann verður samningslaus í sumar.
Hinn 29 ára gamli Tah vann bæði deild og bikar með Leverkusen og ætlar sér nú að taka nýja áskorun.
Bayern virðist ætla að vinna kapphlaupið um Þjóðverjann, sem mun koma frítt til félagsins.
Barcelona hefur einnig sýnt Tah áhuga en sem stendur er ólíklegra að hann fari þangað.