Manchester City hefur sagt skilið við viðræður um Florian Wirtz, í bili hið minnsta.
Wirtz er á mála hjá Bayer Leverkusen og er einn eftirsóttasti leikmaður heims. Hann er þó ekki ódýr, en þýska félagið vill yfir 100 milljónir punda fyrir hann.
Það telur City einfaldlega of mikið og horfir sem stendur annað. Er Morgan Gibbs-White hjá Nottingham Forest til að mynda á blaði.
Wirtz hefur einnig verið orðaður við Bayern Munchen, Liverpool og Real Madrid. Hann hefur ekki farið leynt með að hann langi í nýja áskorun.
🚨🔵 Manchester City have currently left the negotiations for Florian Wirtz.
Talks were never advanced or at final stages, just initial approaches but City believe full package is too expensive, as @SamiMokbel_BBC reports.
👀 Morgan Gibbs-White remains on Man City shortlist. pic.twitter.com/J90R5WPhOc
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 19, 2025