Viðræðum milli Manchester United og Matheus Cunha og hans fulltrúa miðar vel áfram og er útlit fyrir að leikmaðurinn verði leikmaður Rauðu djöflanna í sumar.
Brasilíski sóknarmaðurinn hefur sterklega verið orðaður við United undanfarnarar vikur. Hann er að eiga frábært tímabil með Wolves og er kominn með 17 mörk og 6 stoðsendingar í 34 leikjum í öllum keppnum.
Fabrizio Romano segir að viðræður standi yfir og hafi gert undanfarið. Útlit er fyrir að skiptin klárist en að verið sé að vinna að því að ganga frá smáatriðum.
Talað hefur verið um kaupverð á milli 60 og 70 milljóna punda fyrir Cunha, sem er spenntur fyrir því að fara á Old Trafford.