Einn aðili sem hitti Bonnie Blue á leik hjá Nottingham Forest segir að hann væri í fangelsi ef hann hefði spurt þeirra spurninga sem Bonnie spurði hann og fleiri.
Bonnie hefur í tvígang mætt á leik hjá Nottingham, í fyrra skiptið ætlaði hún að finna menn til að leika með sér í myndböndum.
Félagið ákvað að taka fyrir það og bannaði Bonnie að mæta á völlinn og setti hana í lífstíðarbann.
„Ég fékk mynd af mér með henni en hún spurði mig síðan spurninga sem enginn ætti að heyra þegar börn eru mætt á leiki,“ sagði einn stuðningsmaður Nottingham.
Vill hann meina að Bonnie hafi talað mjög kynferðislega og verið að spyrja út í það hvort menn væru klárir í slaginn.
„Ef ég væri að bera þessar spurningar upp þá yrði ég settur í fangaklefa.“
Bonnie er mjög umdeild en á dögunum lét hún þúsund karlmenn sofa hjá sér á einum degi, hver þeirra fékk nokkrar mínútur.