Aymeric Laporte er að rifta samningi sínum við Al-Nassr, félagið hafði frumkvæði af þessu.
Laporte er með 390 þúsund pund á viku í Sádí Arabíu og er þriðji launahæsti varnarmaður í heimi.
Kalidou Koulibaly er launahæstur með 553 þúsund pund á viku í Sádí Arabíu og Virgil van Dijk er með 400 þúsund pund á viku hjá Liverpool.
Laporte var áður leikmaður Manchester City en hann hefur ekki fundið sig hjá Al-Nassr og fer burt.
Samningur hans átti að renna út eftir eitt ár en nú hafa aðilar komist að samkomulagi um að rifta honum.