fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
433Sport

Besta deildin: Vítaveisla þegar Gylfi mætti aftur á Hlíðarenda – Fram lék sér að Aftureldingu

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 28. apríl 2025 21:08

Mynd: Víkingur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Valur og Víkingur gerðu 1-1 jafntefli á Hlíðarenda í Bestu deild karla í kvöld. Heimamenn voru sterkari aðili leiksins en náðu ekki að nýta sér það.

Bæði mörk leiksins komu af vítapunktinum, Helgi Guðjónsson kom Víkingi yfir í fyrri hálfleik en Patrick Pedersen jafnaði fyrir heimamenn í þeim síðari.

Valsmenn sóttu meira en án þess þó að skapa sér mikið af dauðafærum.

Valur er með sex stig í deildinni en Víkingur er með sjö stig, Valur hefur ekki tapað leik en aðeins unnið einn og gert þrjú jafntefli.

Í hinum leik kvöldsins vann Fram mjög svo sannfærandi sigur á nýliðum Aftureldingar á heimavelli.

Kennie Chopart, Kyle McLagan og Vuk Oskar Dimitrijevic sáu um að skora mörkin þrjú í 3-0 sigri Fram.

Fram er með sex stig eftir leikinn en Afturelding er með fjögur stig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Vonarstjarna Chelsea kvartar undan kulda í London – Stjórinn varar hann við því sem er á leiðinni

Vonarstjarna Chelsea kvartar undan kulda í London – Stjórinn varar hann við því sem er á leiðinni
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Svarar fyrir dónaleg skilaboð sem hún á að hafa sent á mann sem er í sambandi með samstarfskonu

Svarar fyrir dónaleg skilaboð sem hún á að hafa sent á mann sem er í sambandi með samstarfskonu
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar
433Sport
Í gær

Vilja hætta að borga 6 milljónir á mánuði í hótel en geta það líklega ekki – Fær einnig einkakokk og fleira gott

Vilja hætta að borga 6 milljónir á mánuði í hótel en geta það líklega ekki – Fær einnig einkakokk og fleira gott
433Sport
Í gær

Kíkt í bílskúrinn hjá Ronaldo: Flotinn kostar 3,7 milljarða en hann keyrir nánast aldrei sjálfur

Kíkt í bílskúrinn hjá Ronaldo: Flotinn kostar 3,7 milljarða en hann keyrir nánast aldrei sjálfur