fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
433Sport

Hneyksluðust á páskafríi í Breiðholti – „Það er galið, maður er ekki vanur þessu“

433
Miðvikudaginn 23. apríl 2025 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

ÍR sem leikur í Lengjudeildinni í sumar hefur vakið athygli í vetur fyrir vaska framgöngu sína í Lengjubikarnum og svo í Mjólkurbikarnum.

Það vakti hins vegar nokkra athygli á laugardag þegar liðið mætti Þór í 32 liða úrslitum bikarsins að nokkra lykilmenn vantaði.

Komið hefur fram að fjórir leikmenn liðsins fengu páskafrí og fóru erlendis, þeir gátu því ekki tekið þátt í leiknum.

„Helsta er að það voru fjórir ÍR-ingar í páskafríi, þeir voru í páskafríi? Hvaða áhugamennska er þetta, þeir eru í Lengjudeildinni, ætli það sé sumarfrí á leiðinni,“ sagði Albert Brynjar Ingason stjórnandi Gula spjaldsins sem var hneykslaður á þessu.

Jóhann Birnir Guðmundsson er þjálfari liðsins og hefur gert frábæra hluti undanfarið. „Þú ert fótboltamaður á Íslandi og átt að vita að páskafrí er ekki í boði. Jóhann Birnir sagði að það væri allt í góðu, þetta hefði verið í samráði,“ sagði Gunnar Ormslev gestur þáttarins.

Ásgeir Frank Ásgeirsson aðstoðarþjálfari Fjölnis sem leikur í sömu deild og ÍR var á sama máli. „Það eru tvær vikur í mót, það er galið. Maður er ekki vanur þessu, að það sé páskafrí í boltanum.“

„Er ekki bara eðlilegt að það sé lokað á utanlandsferðir eftir janúar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Strákarnir okkar verði að laga þetta fyrir kvöldið – „Hef smá áhyggjur af því“

Strákarnir okkar verði að laga þetta fyrir kvöldið – „Hef smá áhyggjur af því“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Jesus segir fréttirnar um framtíð hans hjá Arsenal algjört kjaftæði

Jesus segir fréttirnar um framtíð hans hjá Arsenal algjört kjaftæði
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ummæli sem vekja athygli – Draumurinn er að spila fyrir Manchester United

Ummæli sem vekja athygli – Draumurinn er að spila fyrir Manchester United
433Sport
Í gær

Age Hareide alvarlega veikur – Ferðaðist þó til Ítalíu og vonast eftir sögulegu afreki

Age Hareide alvarlega veikur – Ferðaðist þó til Ítalíu og vonast eftir sögulegu afreki
433Sport
Í gær

Nefnd á vegum ensku deildarinnar kveður upp áhugaverðan dóm um Van Dijk markið

Nefnd á vegum ensku deildarinnar kveður upp áhugaverðan dóm um Van Dijk markið
433Sport
Í gær

Segir frá því sem hann hugleiddi á fyrstu dögum Arnars – „Hvaða bilun er að fara af stað hérna?“

Segir frá því sem hann hugleiddi á fyrstu dögum Arnars – „Hvaða bilun er að fara af stað hérna?“
433Sport
Í gær

Þessir fimm virðast geta bókað sæti með enska landsliðinu á HM – Voru sendir í leynilega myndatöku

Þessir fimm virðast geta bókað sæti með enska landsliðinu á HM – Voru sendir í leynilega myndatöku
433Sport
Í gær

Messi olli vandræðum fyrir Íslendinga á Spáni – „Hafi eiginlega verið pirrandi“

Messi olli vandræðum fyrir Íslendinga á Spáni – „Hafi eiginlega verið pirrandi“