fbpx
Þriðjudagur 02.desember 2025
433Sport

Þorri Mar riftir samningi sínum í Svíþjóð og gæti komið heim

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 11. febrúar 2025 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorri Mar Þórisson hefur rift samningi sínum við Öster. Þetta staðfestir hann í samtali við 433.is en hann og félagið komust að samkomulagi þess efnis.

Það var Smålandsposten sem sagði frá því í gær að Þorri væri að fara frá Öster og Fótbolti.net fjallaði svo um.

Er hann orðaður við KR, Stjörnuna, Val og KA nú þegar hann gæti komið heim.

Samkvæmt heimildum 433.is hafa nokkur erlend lið haft augastað á Þorra síðustu vikur en hann skoðar einnig kosti sína á Íslandi.

Þorri lék ellefu leiki með Öster á síðustu leiktíð þegar liðið tryggði sér sæti í efstu deild í Svíþjóð.

Bakvörðurinn knái ólst upp á Dalvík en lék með KA til ársins 2023 þegar hann hélt í atvinnumennsku, hann getur spilað bæði hægri og vinstri bakvörð.

Hann var nálægt því að ganga í raðir Vals fyrir tímabilið 2023 en var síðan seldur í atvinnumennsku nokkrum mánuðum síðar. Þorri er 25 ára gamall.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Gucci glæpamennirnir sagðir bera ábyrgð á fjölda innbrota – Fylgjast með þér og maka þínum á Instagram

Gucci glæpamennirnir sagðir bera ábyrgð á fjölda innbrota – Fylgjast með þér og maka þínum á Instagram
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

United og Chelsea ætla í baráttu um vonarstjörnu Brasilíu

United og Chelsea ætla í baráttu um vonarstjörnu Brasilíu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

United sagt undirbúa svakalegt tilboð

United sagt undirbúa svakalegt tilboð
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hraunar yfir Slot og sakar hann um að svíkja loforð

Hraunar yfir Slot og sakar hann um að svíkja loforð
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Sögusagnir um að Ramos snúi aftur – Gæti tekið þátt í að lægja öldurnar

Sögusagnir um að Ramos snúi aftur – Gæti tekið þátt í að lægja öldurnar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Beckham opinberar hvað honum finnst um Ruben Amorim

Beckham opinberar hvað honum finnst um Ruben Amorim
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Bruno Fernandes tók fram úr goðsögn í gær – Metið verður þó seint bætt

Bruno Fernandes tók fram úr goðsögn í gær – Metið verður þó seint bætt