

Kristján Óli Sigurðsson gerði upp íþróttaárið með Helga Fannari Sigurðssyni í viðhafnarútgáfu af Íþróttavikunni á 433.is.
Ólafur Ingi Skúlason hefur farið vel af stað sem þjálfari karlaliðs Breiðabliks, en hann tók við af Halldóri Árnasyni í haust. Liðið safnaði fimm stigum í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar og var nálægt því að koma sér inn í Evrópukeppni fyrir næsta ár úr erfiðri stöðu.
„Spilamennskan eftir að það var skipt um þjálfara, þetta var bara svart og hvítt. Loksins náðu Blikar í stig í Evrópu og fimm stykki. Halldór var búinn að fá ansi margar tilraunir en fékk núll stig. Mér fannst líka þeir leikmenn sem voru sóttir fyrir tímabil eftir að Ólafur Ingi tók við. Það fannst mér mest áþreifanlegt,“ sagði Kristján.
Halldór gerði frábæra hluti með Blika í fyrra og gerði þá að Íslandsmeisturum í fyrstu tilraun sem aðalþjálfari. Það fór þó að halla undan fæti í sumar. Kristján hefði viljað sjá Ólaf koma fyrr en benti á að það hefði ekki endilega verið einfalt þar sem hann var í starfi hjá KSÍ.
„Þetta var full seint fyrir mitt leyti því það var ekkert í gangi. Það var bara einhver hápressa og maður á mann. Það mátti aldrei fara í einhverja taktík, það má alveg fara í taktík þó það sé komið 2025,“ sagði Kristján.
„Mér skilst að Ólafur hafi verið í sjokki þegar hann tók við liðinu yfir því hversu lélegt liðið væri í að undirbúa sig fyrir leiki. Það var aldrei taktík daginn fyrir leik eða neitt.“
Umræðan í heild er í spilaranum.