

Tottenham ætlar ekki að losa markvörðinn Guglielmo Vicario í janúarglugganum þrátt fyrir hans frammistöðu á þessu tímabili.
Frá þessu greina margir enskir miðlar og þar á meðal Telegraph en Vicario hefur verið í umræðunni undanfarið.
Vicario verður ekki á sölulista í janúarglugganum en Tottenham gæti skoðað það að losa hann næsta sumar.
Ítalinn er aðalmarkvörður Tottenham og hefur heilt yfir staðið sig ágætlega en frammistaðan hefur ekki verið heillandi í vetur.
Thomas Frank, stjóri Tottenham, segist vera hrifinn af leikmanninum og að hann hafi bjargað félaginu margoft á tímabilinu hingað til.