

Hörður Snævar Jónsson fór yfir fréttir síðustu daga með Helga Fannari í Íþróttavikunni á 433.is.
Hörður velti því upp í þættinum hvort virkilega væri nauðsynlegt að yngri landsliðsþjálfarar væru allir í fullri vinnu hjá KSÍ.
„Það er ekki langt síðan að starf þjálfara yngri landsliða var hlutastarf, með öðru fyrir þá sem nenntu að vinna mikið,“ sagði Hörður.
„Það eru ekki nein gögn en tilfinningin er sú að gengi landsliða hafi andskotann ekkert bæst við að hafa fjöldann allan af þjálfurum í fullri vinnu. Spurningin er því hvort þarna sé tækifæri á að spara.
Líka bara fyrir okkar ungu og efnilegu þjálfara, þeir eru ekki að þjálfa nægilega mikið,“ sagði hann enn fremur.
Umræðan í heild er í spilaranum.