

Antony, fyrrum kantmaður Manchester United, vakti mikla athygli á Spáni þegar hann sást ögra stuðningsmönnum Sevilla úr stúkunni í 2-0 sigri Real Betis á sunnudag.
Brasilíumaðurinn gat ekki tekið þátt í leiknum á Ramón Sánchez-Pizjuán eftir að hafa fengið rautt spjald helgina áður fyrir hættulega brot gegn Girona. Hann mætti þó á völlinn til að styðja liðsfélaga sína og lét svo sannarlega heyra í sér.
Í myndskeiði sem birtist á samfélagsmiðlum má sjá Antony fagna marki Betis á ákafan hátt í VIP-stúkunni, beint fyrir framan stuðningsmenn Sevilla. Hann hrópaði, veifaði örmum og sást greinilega ögra heimamönnum, sem svöruðu með því að kasta flöskum og ýmsum munum í átt að honum.
Togstreitan var greinileg í andrúmsloftinu, enda einn heitasti grannaslagur Spánar, og lætin jukust bæði innan vallar og utan þegar leið að leikslokum.
Antony poniendo a bailar a toda la afición del #SevillaFC pic.twitter.com/SwZPNWLxco
— Borja (@AlamyFutbol) November 30, 2025