

Stuðningsmaður Liverpool hefur verið kærður fyrir meint kynþáttaníð gegn Antoine Semenyo, leikmanni Bournemouth, í leik liðanna í ágúst. Atvikið átti sér stað á fyrsta leikdegi ensku úrvalsdeildarinnar þegar Semenyo ætlaði að taka innkast.
Sjónvarpsupptökur sýndu leikmanninn eiga orðaskipti við stuðningsmann í hjólastól á fatlaðasvæðinu, sem ýtti sér í átt að honum áður en hann sneri sér frá.
Semenyo, sem skoraði tvö mörk í leiknum, lét dómara leiksins Anthony Taylor vita af atvikinu og leikurinn var stöðvaður tímabundið meðan báðir þjálfarar og fyrirliðar voru kallaðir saman.
Í hálfleik var lesin upp tilkynning þar sem áhorfendum var beðinn um að láta af allri kynþáttafordómahegðun og myndir á samfélagsmiðlum sýndu mann í hjólastól vera fylgt út af vellinum.
Lögreglan á Merseyside staðfesti síðar að maðurinn hefði verið handtekinn og síðar látinn laus gegn skilorði á meðan rannsókn málsins hélt áfram.