
Það er ljóst að Valur þarf að greiða Aroni Jóhannssyni dágóða upphæð næsta árið, þrátt fyrir að hafa leyst hann undan starfsskyldum sínum á Hlíðarenda.
Stjórn knattspyrnudeildar Vals staðfesti tíðindin af Aroni fyrir helgi. Í kjölfarið kom fram, til að mynda hér á 433.is, að félagið þyrfti þó að greiða honum laun út samning hans hjá félaginu, sem gildir út næstu leiktíð.
Meira
Aron Jó leystur undan starfsskyldum hjá Val – Má ræða við önnur félög
Sú upphæð hleypur vel á annan tug milljóna. „Þetta eru svona 16-18 milljónir sem þeir eru að borga fyrir að losna við hann strax,“ segir Viktor Unnar Illugason í Þungavigtinni.
Aron fór samkvæmt heimildum 433.is á tvo fundi með stjórnarmönnum Vals. Fyrst um sinn var honum tjáð að hann mætti finna sér nýtt lið og á seinni fundum var honum tjáð að hann væri ekki lengur velkominn á æfingar hjá félaginu og að félagið myndi borgum honum upp samninginn.
Aron er 36 ára gamall og átti hann átti farsælan feril í atvinnumennsku með AGF, AZ Alkmaar, Werder Bremen og Lech Poznan. Þá lék hann 19 A-landsleiki fyrir hönd Bandaríkjanna.
Kappinn sneri heim til Íslands og samdi vð Val haustið 2021, hvar hann hefur verið allar götur þar til nú.