fbpx
Mánudagur 01.desember 2025
433Sport

Þetta er upphæðin sem Aron fær í sinn vasa eftir að hafa verið leystur undan starfsskyldum sínum

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 1. desember 2025 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ljóst að Valur þarf að greiða Aroni Jóhannssyni dágóða upphæð næsta árið, þrátt fyrir að hafa leyst hann undan starfsskyldum sínum á Hlíðarenda.

Stjórn knattspyrnudeildar Vals staðfesti tíðindin af Aroni fyrir helgi. Í kjölfarið kom fram, til að mynda hér á 433.is, að félagið þyrfti þó að greiða honum laun út samning hans hjá félaginu, sem gildir út næstu leiktíð.

Meira
Aron Jó leystur undan starfsskyldum hjá Val – Má ræða við önnur félög

Sú upphæð hleypur vel á annan tug milljóna. „Þetta eru svona 16-18 milljónir sem þeir eru að borga fyrir að losna við hann strax,“ segir Viktor Unnar Illugason í Þungavigtinni.

Aron fór samkvæmt heimildum 433.is á tvo fundi með stjórnarmönnum Vals. Fyrst um sinn var honum tjáð að hann mætti finna sér nýtt lið og á seinni fundum var honum tjáð að hann væri ekki lengur velkominn á æfingar hjá félaginu og að félagið myndi borgum honum upp samninginn.

Aron er 36 ára gamall og átti hann átti farsælan feril í atvinnumennsku með AGF, AZ Alkmaar, Werder Bremen og Lech Poznan. Þá lék hann 19 A-landsleiki fyrir hönd Bandaríkjanna.

Kappinn sneri heim til Íslands og samdi vð Val haustið 2021, hvar hann hefur verið allar götur þar til nú.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Liverpool vill framlengja samning Konate

Liverpool vill framlengja samning Konate
433Sport
Í gær

Hugsar súr út í ákvörðun Arnars eftir það sem gerðist í vikunni – „Að íslenska landsliðið hafi leyft sér það“

Hugsar súr út í ákvörðun Arnars eftir það sem gerðist í vikunni – „Að íslenska landsliðið hafi leyft sér það“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Annað stórlið horfir til Rashford ef Barcelona kaupir hann ekki af United

Annað stórlið horfir til Rashford ef Barcelona kaupir hann ekki af United
433Sport
Fyrir 2 dögum

Segir farir sínar ekki sléttar eftir fund með yfirmanninum – Kona hans og börn grétu eftir tíðindin

Segir farir sínar ekki sléttar eftir fund með yfirmanninum – Kona hans og börn grétu eftir tíðindin
433Sport
Fyrir 2 dögum

Almenn ánægja með störf KSÍ – Flestir neikvæðir er varðar þjónustu við stuðningsmenn á landsleikjum

Almenn ánægja með störf KSÍ – Flestir neikvæðir er varðar þjónustu við stuðningsmenn á landsleikjum
433Sport
Fyrir 2 dögum

Einn besti leikmaður City að verða samningslaus – Guardiola segir að hann ráði för

Einn besti leikmaður City að verða samningslaus – Guardiola segir að hann ráði för
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fyrrum framherji United með ráð fyrir Amorim áður en janúarglugginn opnar

Fyrrum framherji United með ráð fyrir Amorim áður en janúarglugginn opnar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Vestri fær landsliðsmann frá Senegal – Skoraði gegn Arsenal fyrir nokkrum árum

Vestri fær landsliðsmann frá Senegal – Skoraði gegn Arsenal fyrir nokkrum árum