fbpx
Þriðjudagur 09.desember 2025
433Sport

Albert svaraði fyrir sig fullum hálsi

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 8. desember 2025 10:30

Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Paolo Vanoli, stjóri Fiorentina, sagði um helgina að Albert Guðmundsson hafi neitað að taka víti í enn einu tapinu í Serie A um helgina.

Fiorentina er í skelfilegum málum á botni deildarinnar og tapaði gegn Sassuolo um helgina. Athygli vakti að Rolando Mandragora fór á punktinn þegar Fiorentina fékk víti snemma í leiknum og skoraði.

Vanoli var spurður að því eftir leik hvers vegna Albert hafi ekki farið á punktinn og sagði þá að leikmaðurinn hafi ekki viljað það. Albert þvertók fyrir þetta á samfélagsmiðlum.

„Ég neitaði aldrei að taka víti og hef alltaf gert það án vandræða. Í gær vildi annar leikmaður taka vítið og ég er ekki manneskja sem rífst við liðsfélaga fyrir framan fullan leikvang,“ skrifaði Albert í færslunni.

Uppfært 16:50
Upphaflega kom fram að Albert hafi eytt færslunni sem vitnað er í hér ofar, eins og fram hafði komið í umfjöllun einhverra miðla erlendis. Það reyndist þó ekki rétt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Staðfest að Salah var skilinn eftir heima – Óvíst hvað gerist um helgina

Staðfest að Salah var skilinn eftir heima – Óvíst hvað gerist um helgina
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Van Dijk tjáði sig um svakalegt viðtal Salah

Van Dijk tjáði sig um svakalegt viðtal Salah
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Áhugi á Salah víðar en í Sádí – Áhugaverður áfangastaður kominn í umræðuna

Áhugi á Salah víðar en í Sádí – Áhugaverður áfangastaður kominn í umræðuna
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ólafur segir gagnrýni íslenskra blaðamanna hafa verið óvægna og lýsir aðferðum þeirra – „Nú skaltu þegja, passaðu þig á því að þegja“

Ólafur segir gagnrýni íslenskra blaðamanna hafa verið óvægna og lýsir aðferðum þeirra – „Nú skaltu þegja, passaðu þig á því að þegja“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Landsliðsþjálfari Egyptalands styður við Mo Salah

Landsliðsþjálfari Egyptalands styður við Mo Salah
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sjáðu myndbandið: Fjölmiðlafulltrúi Liverpool vissi að allt færi í háaloft þegar Salah sagði þetta

Sjáðu myndbandið: Fjölmiðlafulltrúi Liverpool vissi að allt færi í háaloft þegar Salah sagði þetta