

Mohamed Salah hefur verið skilinn eftir utan hóps Liverpool fyrir Meistaradeildarleikinn gegn Inter Milan. Þetta er staðfest á vef BBC.
Félagið tók ákvörðunina eftir umdeilt viðtal Salah á laugardaginn þar sem hann sagði að Liverpool hefði „kastað sér fyrir rútuna“ og að samskipti hans við Arne Slot hefðu rofnað.
Heimildir BBC Sport segja að ákvörðunin sé tekin með fullum stuðningi Slot og að hún sé talin best fyrir alla aðila, þar sem leikmaðurinn fái stutta pásu frá hópnum í ljósi eðlis og tímasetningar ummæla hans.
Engar formlegar agaaðgerðir verða þó gerðar, þar sem þetta snýst eingöngu um val á leikmannahópi.
Salah, 33 ára, á að mæta til æfinga Egyptalands á Afríkukeppnina næsta mánudag og mun líklega einnig missa leikinn gegn Brighton um helgina.
Liverpool flýgur til Mílanó í dag með 19 manna hóp, þar sem Slot heldur fréttamannafund ásamt Alisson Becker.