fbpx
Þriðjudagur 09.desember 2025
433Sport

Slot tjáir sig í fyrsta sinn um ummæli Salah – Veit ekki hvort hann hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 8. desember 2025 19:55

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arne Slot segir að hann viti ekki hvort Mohamed Salah hafi leikið sinn síðasta leik fyrir Liverpool eftir að framherjinn sakaði félagið um að kasta sér fyrir rútuna og lýsti samskiptaleysi við þjálfarann.

Salah, sem hefur setið á bekknum í þremur leikjum í röð, lét ummælin falla eftir 3–3 jafnteflið gegn Leeds á laugardag.

Salah mætti til æfingar með liðinu fyrir leikinn við Inter Milan í Meistaradeildinni, en var engu að síður skilinn eftir utan hóps og ferðaðist ekki með til Ítalíu. Að sögn Daily Mail er ekki um agaviðurlög að ræða heldur ákvörðun sem tekin var í samráði við Slot og lykilfólk hjá félaginu, þar sem talið er að stutt hlé frá leikmannahópnum sé best fyrir alla aðila.

Slot sagði á fréttamannafundi að hann hefði ekki fundið fyrir samskiptavanda við Salah fyrr en eftir leikinn gegn Leeds og að hann hefði verið hissa á ummælunum. „Hann hefur rétt á sínum tilfinningum,“ sagði Slot,

„En ég hef ekki upplifað að sambandið væri brotið.“

Þjálfarinn útskýrði val sitt síðustu leiki og sagði að liðið hefði verið viðkvæmt, þess vegna hafi hann valið að spila með aukamann á miðjunni í stað Salah.

Slot viðurkenndi að ástandið hefði gert vinnu hans erfiðari, en sagði að fókusinn væri á liðinu, ekki á honum sjálfum.

Aðspurður hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool svaraði Slot: „Ég hef enga hugmynd.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Van Dijk tjáði sig um svakalegt viðtal Salah

Van Dijk tjáði sig um svakalegt viðtal Salah
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Vilja losa þrjá stóra af launaskrá til að búa til pláss fyrir aðra

Vilja losa þrjá stóra af launaskrá til að búa til pláss fyrir aðra
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ólafur segir gagnrýni íslenskra blaðamanna hafa verið óvægna og lýsir aðferðum þeirra – „Nú skaltu þegja, passaðu þig á því að þegja“

Ólafur segir gagnrýni íslenskra blaðamanna hafa verið óvægna og lýsir aðferðum þeirra – „Nú skaltu þegja, passaðu þig á því að þegja“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Salah líklega hent úr hóp

Salah líklega hent úr hóp
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Réttað vegna flugslyssins hörmulega í dag – Saka þá um vanrækslu

Réttað vegna flugslyssins hörmulega í dag – Saka þá um vanrækslu
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Landsliðsþjálfari Egyptalands styður við Mo Salah

Landsliðsþjálfari Egyptalands styður við Mo Salah
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sjáðu myndbandið: Fjölmiðlafulltrúi Liverpool vissi að allt færi í háaloft þegar Salah sagði þetta

Sjáðu myndbandið: Fjölmiðlafulltrúi Liverpool vissi að allt færi í háaloft þegar Salah sagði þetta