
Mál Cardiff City gegn Nantes vegna andláts Emiliano Sala verður tekið fyrir í viðskiptadómstól í Frakklandi í dag.
Cardiff krefst yfir 100 milljóna punda í skaðabætur og sakar Nantes um vanrækslu í tengslum við flugslysið sem kostaði Sala lífið í janúar 2019.
Sala, þá 28 ára, lést þegar lítil flugvél sem átti að flytja hann frá Frakklandi til Cardiff hrapaði yfir Ermasundi skömmu eftir að félögin höfðu gert samkomulag um 15 milljóna punda kaupverð velska félagsins.
Cardiff heldur því fram að Nantes beri ábyrgð þar sem umboðsmaður sem franska félagið réði hafi skipulagt ferðina.
Málið átti upphaflega að fara fyrir dóm í september en var frestað að beiðni Nantes.
Í yfirlýsingu frá Cardiff segir að málsmeðferðin sé næsta skref í átt að því að leiða sannleikanum í ljós og tryggja aukna ábyrgð í fótbolta.
Cardiff var í ensku úrvalsdeildinni þegar slysið átti sér stað, en leikur nú í ensku C-deildinni.