fbpx
Þriðjudagur 09.desember 2025
433Sport

Óli Jó baunar á vinnuveitendur sína til margra ára og sendir Jóhannesi sneið vegna viðtals – „Ég skil þessa ákvörðun engan veginn“

433
Mánudaginn 8. desember 2025 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Jóhannesson var ekki hrifinn af ákvörðun síns gamla félags, FH, að ákveða að semja ekki við Heimi Guðjónsson um að þjálfa karlaliðið áfram.

Heimir hefur skilað ansi góðu starfi með FH undanfarin ár, auk þess að vera margfaldur Íslandsmeistari með liðinu á árum áður, en félagið vildi leita annað og hefur Jóhannes Karl Guðjónsson verið ráðinn í hans stað.

„Ég held að þetta sé algjört bull. Ég skil þessa ákvörðun engan veginn. Það eru allir ánægðir með hann, fólkið, leikmenn,“ segir Ólafur ómyrkur í máli í hlaðvarpinu Chess After Dark.

Heimir Guðjónsson. Mynd: DV/KSJ

Ólafur, sem lék auðvitað með FH og þjálfaði um nokkur skeið, var þá ekki hrifinn af nálgun hins nýja þjálfara eftir að hann tók við. Við Sýn talaði Jóhannes um að yngja upp og byggja til framtíðar, Besta deildin í heild sinni sé allt of gömul og fleira í þeim dúr.

„Mér fannst áhugavert viðtalið við nýja þjálfarann. Mér fannst það mjög skrautlegt og sérkennilegt. Hann fór í þessa mögnuðu tölvu og taldi allt upp sem FH gerði illa, posession, xG og allan andskotann.

Mér fannst hann eiginlega hafa drullað yfir alla fyrrverandi þjálfara FH, mér fannst þetta eiginlega með ólíkindum,“ segir Ólafur enn fremur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Milljónamæringur áreitti leikmann Liverpool – Þurfti að fá öryggisverði til að fylgja sér til og frá vinnu

Milljónamæringur áreitti leikmann Liverpool – Þurfti að fá öryggisverði til að fylgja sér til og frá vinnu
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Nokkur íslensk landslið fá að vita hverjir andstæðingarnir verða í vikunni

Nokkur íslensk landslið fá að vita hverjir andstæðingarnir verða í vikunni
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin eftir helgina – Arsenal vinnur deildina þægilega þrátt fyrir tap en skelfileg niðurstaða bíður United og Liverpool

Ofurtölvan stokkar spilin eftir helgina – Arsenal vinnur deildina þægilega þrátt fyrir tap en skelfileg niðurstaða bíður United og Liverpool
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Maddison reynir fyrir sér á skjánum við hlið Jamie Carragher í kvöld

Maddison reynir fyrir sér á skjánum við hlið Jamie Carragher í kvöld
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Albert svaraði fyrir sig fullum hálsi

Albert svaraði fyrir sig fullum hálsi
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Má fara frá Liverpool fyrir klink í janúar

Má fara frá Liverpool fyrir klink í janúar