
Ofurtölvan góða hefur stokkað spil sín eftir helgina í ensku úrvalsdeildinni.
Arsenal er enn spáð titlinum með nokkrum yfirburðum, þrátt fyrir tap gegn Aston Villa á laugardag.
Manchester City verðu samkvæmt Ofurtölvunni í öðru sæti og Aston Villa og Chelsea fylgja þeim í Meistaradeildina.
Hörmungar Liverpool halda áfram og er þeim spáð níunda sæti, sem er tveimur sætum betra en Manchester United, sem á þó eftir að spila í umferðinni, gegn Wolves í kvöld.
Ofurtölvan segir að nýliðar Leeds og Burnley fylgi Úlfunum niður um deild.
