fbpx
Þriðjudagur 09.desember 2025
433Sport

Jónatan Ingi slekkur í öllum kjaftasögum – Skrifaði undir nýjan samning við Val

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 8. desember 2025 20:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jónatan Ingi Jónsson leikmaður Vals hefur framlengt samning sinn við félagið um tvö ár. Jónatan, sem áður var samningsbundinn Val út tímabilið 2027, mun því spila fyrir félagið út tímabilið 2029.

Jónatan Ingi sem er 26 ára hefur verið einn af lykilleikmönnum Vals og einn af hættulegustu og mest skapandi sóknarmönnum deildarinnar.

Jónatan hafði verið orðaður við bæði Víking og KR í haust en verður áfram á Hlíðarenda.

Jónatan Ingi Jónsson, leikmaður Vals: „Mér líður mjög vel með það að hafa framlengt við Val. Mér hefur liðið vel á Hlíðarenda og stefna nýrrar stjórnar knattspyrnudeildar er skýr og metnaðarfull. Ég finn að nýtt þjálfarateymi er að koma með eitthvað ferskt að borðinu og það eru jákvæðir hlutir í loftinu. Ég var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja, þrátt fyrir það sem kann að hafa verið skrifað í fjölmiðlum. Þetta er stór dagur fyrir mig og ég hlakka til þess að vera lykilmaður hér að Hlíðarenda næstu árin.“

Gareth Owen tæknilegur ráðgjafi knd. Vals: „Jónatan Ingi er algjör lykilleikmaður fyrir Val. Hann er að leggja af stað í sín bestu ár í fótboltanum, á frábærum aldri og hefur bæði gæði og reynslu til að leiða liðið áfram. Leikgreind hans, sköpunarhæfni og sá stöðugleiki sem hann hefur sýnt gera hann að algjörum lykilmanni í því sem við ætlum okkur næstu árin. Þetta er stór dagur fyrir félagið.“

Hermann Hreiðarsson þjálfari Vals: „Jónatan er einn af okkar allra mikilvægustu leikmönnum og það sést í öllum lykiltölum leiksins hversu miklu máli hann skiptir. Hann vinnur leiki fyrir okkur með gæðum sínum, heldur uppi hraða og skapar stöðugt hættu. Það er geggjað að við séum að tryggja hann til lengri tíma — þetta eru skýr skilaboð um metnað Vals.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Van Dijk tjáði sig um svakalegt viðtal Salah

Van Dijk tjáði sig um svakalegt viðtal Salah
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Vilja losa þrjá stóra af launaskrá til að búa til pláss fyrir aðra

Vilja losa þrjá stóra af launaskrá til að búa til pláss fyrir aðra
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ólafur segir gagnrýni íslenskra blaðamanna hafa verið óvægna og lýsir aðferðum þeirra – „Nú skaltu þegja, passaðu þig á því að þegja“

Ólafur segir gagnrýni íslenskra blaðamanna hafa verið óvægna og lýsir aðferðum þeirra – „Nú skaltu þegja, passaðu þig á því að þegja“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Salah líklega hent úr hóp

Salah líklega hent úr hóp
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Réttað vegna flugslyssins hörmulega í dag – Saka þá um vanrækslu

Réttað vegna flugslyssins hörmulega í dag – Saka þá um vanrækslu
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Landsliðsþjálfari Egyptalands styður við Mo Salah

Landsliðsþjálfari Egyptalands styður við Mo Salah
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sjáðu myndbandið: Fjölmiðlafulltrúi Liverpool vissi að allt færi í háaloft þegar Salah sagði þetta

Sjáðu myndbandið: Fjölmiðlafulltrúi Liverpool vissi að allt færi í háaloft þegar Salah sagði þetta