fbpx
Þriðjudagur 09.desember 2025
433Sport

Áhugi á Salah víðar en í Sádí – Áhugaverður áfangastaður kominn í umræðuna

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 8. desember 2025 13:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ekki bara áhugi á Mohamed Salah frá Sádi-Arabíu, fari hann frá Liverpool, heldur Bandaríkjunum einnig.

Salah er nú sterklega orðaður frá Liverpool, hvar hann hefur verið besti leikmaðurinn í áraraðir. Er hann kominn á bekkinn undir stjórn Arne Slot og baunaði hann hressilega á stjórann og kvaðst ósáttur með stöðu sína í viðtali eftir jafnteflið við Leeds um helgina.

Meira
Salah varpar sprengju í umræðuna: Brjálaður yfir stöðu sinni hjá Liverpool – „Þetta er ekki ásættanlegt fyrir mig“

Salah gaf í skyn að hans síðasti leikur á Anfield gæti komið gegn Brighton um næstu helgi. Eftir það fer hann í Afríkukeppnina með Egyptum og sagðist hann allt eins eiga von á að fréttir yrðu af framtíð hans á meðan mótinu stendur.

Salah hefur lengi verið orðaður við Sádí en það er þó áhugi á þessum frábæra leikmanni víðar. Blaðamaðurinn Ben Jacobs segir til að mynda frá því að San Diego FC í Bandaríkjunum hafi augastað á kantmanninum og gæti reynt við hann í janúar.

San Diego gerði flotta hluti sem nýjasta lið MLS-deildarinnar á þessu ári. Fór það alla leið í úrslitaleik Vestur-deildarinnar, þar sem það tapaði gegn Vancouver Whitecaps, sem beið svo lægri hlut gegn Lionel Messi og félögum í Inter Miami í sjálfum úrslitaleik MLS um helgina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Milljónamæringur áreitti leikmann Liverpool – Þurfti að fá öryggisverði til að fylgja sér til og frá vinnu

Milljónamæringur áreitti leikmann Liverpool – Þurfti að fá öryggisverði til að fylgja sér til og frá vinnu
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Nokkur íslensk landslið fá að vita hverjir andstæðingarnir verða í vikunni

Nokkur íslensk landslið fá að vita hverjir andstæðingarnir verða í vikunni
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Má fara frá Liverpool fyrir klink í janúar

Má fara frá Liverpool fyrir klink í janúar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Kveður eftir mögnuð ár – „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt“

Kveður eftir mögnuð ár – „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt“
433Sport
Í gær

Óli Jó baunar á vinnuveitendur sína til margra ára og sendir Jóhannesi sneið vegna viðtals – „Ég skil þessa ákvörðun engan veginn“

Óli Jó baunar á vinnuveitendur sína til margra ára og sendir Jóhannesi sneið vegna viðtals – „Ég skil þessa ákvörðun engan veginn“
433Sport
Í gær

Magnús biðlar til KSÍ – „Þetta skýtur skökku við“

Magnús biðlar til KSÍ – „Þetta skýtur skökku við“