

Donald Trump vakti mikla athygli á samfélagsmiðlum eftir að hafa sent kómísk skilaboð til íbúa Kólumbíu í HM drættinum, þrátt fyrir vaxandi spennu milli ríkjanna.
Trump var í sviðsljósinu í sérkennilegri athöfn í Washington D.C., þar sem hann fékk Friðarverðlaun“FIFA og sást dansa við Village People.
Á rauða dreglinum fékk hann spurningu frá kólumbísku sjónvarpsstöðinni RCN og vildi heilsa landsmönnum. „Halló, er þetta Kólumbía?“ spurði hann. „Ég elska Kólumbíu! Halló Kólumbía!“ bætti hann við með brosi.
Ummælin komu þó stuttu eftir að forseti Kólumbíu hafði varað Trump við og sagt hann vekja jagúarinn með yfirlýsingum sínum.
Trump hafði sagt að loftárásir á Venesúela gætu hafist mjög fljótlega og nefndi jafnframt Kólumbíu sem mögulegt skotmark ef ríkið væri talið framleiða fíkniefni sem send væru til Bandaríkjanna.
Gustavo Petro, forseti Kólumbíu, svaraði á samfélagsmiðlum: „Að ógna fullveldi okkar er yfirlýsing um stríð.“