
Spánn vann úrslitaleik Þjóðadeildarinnar við Þýskaland í kvöld og varði þar með titil sinn.
Þetta var seinni leikur liðanna, en þeim fyrri lauk með markalausu jafntefli í Þýskalandi. Spánverjar unnu 3-0 sigur á Wanda Metropolitano í kvöld og því verðskuldaðir meistarar.
Claudia Pina, leikmaður Barcelona, skoraði tvö marka Spánverja og Vicky Lopez, sem leikur einnig með Börsungum, skoraði eitt.