fbpx
Þriðjudagur 02.desember 2025
433Sport

Fulham svo nálægt ótrúlegri endurkomu – Dramatík fyrir norðan

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 2. desember 2025 22:13

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var mikið fjör í ensku úrvalsdeildinni í kvöld, þar sem þrír leikir fóru fram.

Fulham tók á móti Manchester City og stefndi í þægilegan sigur gestanna. Erling Braut Haaland, Tijjani Reijnders og Phil Foden komu þeim í 0-3 áður en Emile Smith Rowe minnkaði muninn skömmu fyrir hlé.

Foden kom City í 1-4 áður en Sander Berge skoraði sjálfsmark. Útlitið ansi gott fyrir bláliða. Þá tóku heimamenn hins vegar við sér. Alex Iwobi klóraði í bakkann áður en Samuel Chukwueze setti tvö mörk og nóg eftir.

Fulham tókst þó ekki að jafna og lokatölur því 4-5. City er í öðru sæti deildarinnar tveimur stigum á eftir Arsenal sem á þó leik til góða. Fulham er í 15. sæti með 17 stig.

Newcastle mætti þá Tottenham í hörkuleik. Mörkin létu á sér standa en Bruno Guimaraes kom heimamönnum yfir þegar 20 mínútur lifðu leiks. Cristian Romero jafnaði nokkrum mínútum síðar en Anthony Gordon kom Newcastle aftur yfir af vítapunktinum.

Miðvörðurinn Romero jafnaði þó aftur í blálokin og lokatölur 2-2. Tottenham fer þar með upp fyrir Newcastle á markatölu, en bæði lið eru með 19 stig um miðja töflu.

Loks vann Everton öflugan útisigur á Bournemouth, þar sem Jack Grealish skoraði eina markið. Everton fór þar með upp fyrir Bournemouth og í níunda sætið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Enginn lögreglumaður þarf að taka ábyrgð á því þegar 97 stuðningsmenn Liverpool létu lífið

Enginn lögreglumaður þarf að taka ábyrgð á því þegar 97 stuðningsmenn Liverpool létu lífið
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Þetta er sagan sem Hrafnkell heyrir um næsta stóra nafn sem gæti farið í Grindavík

Þetta er sagan sem Hrafnkell heyrir um næsta stóra nafn sem gæti farið í Grindavík
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Slot tjáir sig um Salah og segir hann eðlilega ekki hafa verið ánægðan

Slot tjáir sig um Salah og segir hann eðlilega ekki hafa verið ánægðan
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Vorkennir Florian Wirtz og segir Arne Slot hafa svikið þessi loforð

Vorkennir Florian Wirtz og segir Arne Slot hafa svikið þessi loforð
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Antony ögraði Spánverjum um helgina – Sjáðu hvað gerðist

Antony ögraði Spánverjum um helgina – Sjáðu hvað gerðist
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Segir United á betri stað en áður undir stjórn Amorim

Segir United á betri stað en áður undir stjórn Amorim
433Sport
Í gær

Framhjáhöld og meint ofbeldi – Fagnaði 52 ára afmæli sínu um helgina en varð nýlega faðir í þriðja sinn

Framhjáhöld og meint ofbeldi – Fagnaði 52 ára afmæli sínu um helgina en varð nýlega faðir í þriðja sinn
433Sport
Í gær

Sektaður um 75 þúsund krónur fyrir að hafa gert grín af manni sem er með klofin góm

Sektaður um 75 þúsund krónur fyrir að hafa gert grín af manni sem er með klofin góm