
Ronald Araujo verður ekki með Barcelona í toppslagnum gegn Atletico Madrid í kvöld. Samkvæmt Mundo Deportivo hefur miðvörðurinn, sem er fyrirliði liðsins, fengið leyfi frá félaginu til að jafna sig andlega eftir erfiðar vikur.
Araujo og umboðsmaður hans sóttu formlega um tímabundið frí þar sem leikmaðurinn telur sig ekki geta spilað þessa stundina og óttast að hann skaði liðið frekar en hjálpi því. Barcelona samþykkti beiðnina tafarlaust og sagði honum að taka sinn tíma.
Rauði spjaldið sem Araujo fékk í 3-0 tapi gegn Chelsea í Meistaradeildinni í síðustu viku hefur haft mikil áhrif á hann, en hann hlaut fyrir það mikla gagnrýni.
Bæði Hansi Flick, stjóri Börsunga, og Joan Laporta, forseti félagsins, hafa sent Araujo opinbera stuðningsyfirlýsingu.