

Adam Wharton mun hafna Manchester United ef liðið hjá Rúben Amorim tryggir sér ekki Evrópusæti, samkvæmt Daily Mirror.
Wharton er sagður einn af fjölmörgum miðjumönnum sem United hefur undir smásjá, og telja fjölmiðlar að Amorim líti á leikmann Crystal Palace sem fullkominn í sitt kerfi.
Wharton kom til Palace frá Blackburn árið 2024 og hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöður sínar í miðjunni.
Talið er að 20 ára Englendingurinn sé opinn fyrir heimför norður á England en hann muni ekki ganga til liðs við félag sem getur ekki boðið Evrópukeppni.
United hefur átt í erfiðleikum í á köflum í vetur og gæti Evrópusæti hangið á bláþræði. Það gæti reynst dýrkeypt þegar kemur að baráttunni um Wharton, sem er orðinn einn eftirsóttasti ungi miðjumaður landsins.