fbpx
Mánudagur 01.desember 2025
433Sport

Fékk ískaldar kveðjur í endurkomu sinni til Chelsea – Sjáðu hvað gerðist

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 1. desember 2025 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Noni Madueke fékk kaldar kveðjur við endurkomu sína á Stamford Bridge þegar Chelsea-stuðningsmenn og fyrrverandi liðsfélagar tóku heldur grimmt á móti honum í toppslagnum á sunnudag.

Madueke, sem skoraði 20 mörk og lagði upp níu í 92 leikjum fyrir Chelsea áður en hann fór til Arsenal fyrir 52 milljónir punda í sumar, kom inn á sem varamaður á 57. mínútu. Við það heyrðust samstundis hávært baul.

Um leið og hann byrjaði að hita upp sást Cole Palmer bregðast við baulinu með því að nikka samþykkjandi til stuðningsmanna Chelsea.

Þegar Madueke kom inn á blés leikurinn upp í enn meiri spennu. Í einu atvikinu var hann tekinn af Enzo Fernández á jaðri teigsins og féll í jörðina. Fernández og Marc Cucurella fögnuðu tæklingunni beint í andlitið á Madueke þar sem hann lá enn í grasinu.

Chelsea, sem lék manni færri eftir rautt spjald á Moisés Caicedo, náði 1-1 jafntefli og heldur Arsenal áfram á toppnum, sex stigum á undan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sérfræðingar opinbera vísindin á bak við þessa venju Ronaldo – Hefur þú tekið eftir henni?

Sérfræðingar opinbera vísindin á bak við þessa venju Ronaldo – Hefur þú tekið eftir henni?
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sögusagnir um að Ramos snúi aftur – Gæti tekið þátt í að lægja öldurnar

Sögusagnir um að Ramos snúi aftur – Gæti tekið þátt í að lægja öldurnar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Bruno Fernandes tók fram úr goðsögn í gær – Metið verður þó seint bætt

Bruno Fernandes tók fram úr goðsögn í gær – Metið verður þó seint bætt
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fjögur félög sýndu Damir áhuga – Reið þessi veglegi launapakki í Grindavík baggamuninn?

Fjögur félög sýndu Damir áhuga – Reið þessi veglegi launapakki í Grindavík baggamuninn?
433Sport
Í gær

Dóri Árna heilt yfir sáttur við árin sex – „Hafi ríkt mikið traust á milli frá fyrsta degi til þess síðasta“

Dóri Árna heilt yfir sáttur við árin sex – „Hafi ríkt mikið traust á milli frá fyrsta degi til þess síðasta“
433Sport
Í gær

Hörmungar Liverpool settar í samhengi – „Menn eru helvíti fljótir að gleyma“

Hörmungar Liverpool settar í samhengi – „Menn eru helvíti fljótir að gleyma“