

Ivan Toney gæti fengið líflínu í baráttunni um sæti í enska landsliðinu fyrir HM í Bandaríkjunum 2026, eftir að enskt úrvalsdeildarlið hefur sýnt áhuga á framherjanum.
Toney, 29 ára, hefur verið í miklu markaformi í Sádi-Arabíu og skorað 11 mörk í 15 leikjum á tímabilinu. Þrátt fyrir það hefur Thomas Tuchel ekki valið hann í landsliðshópinn að undanförnu.
Samkvæmt talkSPORT er Thomas Frank, fyrrum þjálfari Brentford, opinn fyrir því að fá Toney aftur. Frank keypti Toney frá Peterborough árið 2020 og hjálpaði honum að stíga upp úr League One í úrvalsdeildina.
Toney skoraði 72 mörk í 141 leik fyrir Brentford, þar af 36 mörk í 83 leikjum í ensku úrvalsdeildinni, og áttu þeir Frank góðan samstarfsferil saman.
Tottenham hefur verið tengt við sóknarmanninn þar sem liðið hefur átt í vandræðum með markaskorun. Toney er sagður mjög áhugasamur um að koma aftur til Englands og endurvekja vonir sínar um landsliðssæti.