fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
433Sport

Linda Líf til Svíþjóðar

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 5. nóvember 2025 22:00

Mynd/Víkingur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Linda Líf Boama, leikmaður Víkings, hefur skrifað undir samning við Kristianstads DFF. Linda gerir þriggja ára samning við félagið. Kristiandstads leikur í efstu deild í Svíþjóð og situr í 6.sæti þegar tvær umferðir eru eftir í deildinni.

Linda er sóknarmaður fædd árið 2001, spilaði með Víking frá 4.flokki og spilaði sinn fyrsta meistaraflokksleik fyrir HK/Víking árið 2017. Hún hefur á ferli sínum í meistaraflokki spilað 155 leiki og gert í þeim 74 mörk.

Linda Líf spilaði sinn 100. leik fyrir Víking nú í haust en hún hefur verið lykilleikmaður í allri uppbyggingu og á stóran þátt í velgengni liðsins undanfarin ár.

Linda varð bikarmeistari með Víking árið 2023 og liðið varð Lengjudeildarmeistari og tók skrefið uppí Bestu deildina. Víkingur lenti í þriðja sæti á fyrsta ári sínu í Bestu deildinni og tók síðan fimmta sætið eftir brösuga byrjun á mótinu í ár.

Linda á 12 leiki og 3 mörk í leikjum fyrir yngri landslið Íslands og við hlökkum til að sjá hana bæta við sig leikjum fyrir Íslands hönd.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Kaldhæðinn Arnar Gunnlaugs: „Er hjá Stellar, sem hjálpar gríðarlega mikið til þegar þú ert að velja í landsliðið“

Kaldhæðinn Arnar Gunnlaugs: „Er hjá Stellar, sem hjálpar gríðarlega mikið til þegar þú ert að velja í landsliðið“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Þetta eru félögin sem bíða og sjá hvort Barcelona mistakist að landa Rashford – Tvö á Englandi

Þetta eru félögin sem bíða og sjá hvort Barcelona mistakist að landa Rashford – Tvö á Englandi
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Óhugnanleg uppákoma í London: Lögregla opinberar hver þekkti maðurinn er

Óhugnanleg uppákoma í London: Lögregla opinberar hver þekkti maðurinn er
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Liðsfélagi og vinur Trent opinberar hvernig kappinn talar um Liverpool

Liðsfélagi og vinur Trent opinberar hvernig kappinn talar um Liverpool
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ungstirnið á förum í janúar – Virðist búinn að velja áfangastað

Ungstirnið á förum í janúar – Virðist búinn að velja áfangastað
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ungir Akureyringar eiga krefjandi verkefni fyrir höndum í Grikklandi

Ungir Akureyringar eiga krefjandi verkefni fyrir höndum í Grikklandi