
Grindvíkingar hafa náð í alvöru bita fyrir átökin í Lengjudeild karla næsta sumar. Damir Muminovic og Hjörvar Daði Arnarson eru gengnir í raðir félagsins.
Damir hefur auðvitað leikið með Breiðabliki undanfarin ár við afar góðan orðstýr. Varð hann Íslandsmeistari með liðinu 2022 og í fyrra.
Damir gerir tveggja ára samning, líkt og markvörðurinn Hjörvar Daði, sem lék einn leik í Bestu deildinni með ÍBV síðasta sumar.
Grindavík hafnaði í tíunda sæti Lengjudeildarinnar á síðustu leiktíð en ætlar sér stærri hluti á næsta ári.
Tilkynning Grindavíkur
Knattspyrnudeild Grindavíkur hefur samið við tvo öfluga leikmenn fyrir komandi tímabil. Damir Muminovic og Hjörvar Daði Arnarson hafa báðir skrifað undir tveggja ára samning og verða þeir gulir og bláir næstu tvö tímabil.