fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
433Sport

Alvöru liðsstyrkur til Grindavíkur

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 28. nóvember 2025 17:10

Damir Muminovic. Mynd/Helgi Viðar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grindvíkingar hafa náð í alvöru bita fyrir átökin í Lengjudeild karla næsta sumar. Damir Muminovic og Hjörvar Daði Arnarson eru gengnir í raðir félagsins.

Damir hefur auðvitað leikið með Breiðabliki undanfarin ár við afar góðan orðstýr. Varð hann Íslandsmeistari með liðinu 2022 og í fyrra.

Damir gerir tveggja ára samning, líkt og markvörðurinn Hjörvar Daði, sem lék einn leik í Bestu deildinni með ÍBV síðasta sumar.

Grindavík hafnaði í tíunda sæti Lengjudeildarinnar á síðustu leiktíð en ætlar sér stærri hluti á næsta ári.

Tilkynning Grindavíkur
Knattspyrnudeild Grindavíkur hefur samið við tvo öfluga leikmenn fyrir komandi tímabil. Damir Muminovic og Hjörvar Daði Arnarson hafa báðir skrifað undir tveggja ára samning og verða þeir gulir og bláir næstu tvö tímabil.

Damir Muminovic hefur leikið með Breiðabliki undanfarin ár og Hjörvar Daði kemur til okkar frá ÍBV, Grindavík bindir miklar vonir við þessa tvo öflugu leikmenn og hlökkum til að sjá þá í Grindavíkurtreyjunni næsta sumar.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Tóku léttan boxbardaga í gær eftir löðrung mánudagsins – Sjáðu atvikið

Tóku léttan boxbardaga í gær eftir löðrung mánudagsins – Sjáðu atvikið
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Slot svaf illa en ætlar að halda áfram að berjast – Segir frá samtali við þá sem öllu ráða á Anfield

Slot svaf illa en ætlar að halda áfram að berjast – Segir frá samtali við þá sem öllu ráða á Anfield
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Frábær frammistaða Blika skilaði stigi gegn öflugu liði frá Tyrklandi – Logi Tómasson var í byrjunarliðinu

Frábær frammistaða Blika skilaði stigi gegn öflugu liði frá Tyrklandi – Logi Tómasson var í byrjunarliðinu
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Var líkt við Messi en var nú dæmdur í fjögurra ár bann fyrir að nota ólögleg lyf

Var líkt við Messi en var nú dæmdur í fjögurra ár bann fyrir að nota ólögleg lyf
433Sport
Í gær

Albert sýknaður í landsrétti

Albert sýknaður í landsrétti
433Sport
Í gær

Getur ekki beðið eftir að mæta sínum fyrrum félögum um helgina

Getur ekki beðið eftir að mæta sínum fyrrum félögum um helgina