

Hörður Snævar Jónsson fór með Helga Fannari Sigurðssyni yfir fréttir vikunnar í Íþróttavikunni hér á 433.is.
Heimir Guðjónsson er tekinn við Fylki. Ljóst er að þetta er stór biti fyrir Árbæinga, sem ollu miklum vonbrigðum og voru ekki nálægt umspilssæti í Lengjudeildinni á leiktíðinni.
„Þetta er mjög stór klúbbur sem hefur verið undir væntingum í einhver ár. Krafan sem hann setur á sjálfan sig er sennilega að koma þeim upp og hann hefði væntanlega ekki tekið þetta að sér nema vera með einhvera tryggingu á að hann geti sett saman lið sem getur flogið upp á fyrsta ári,“ sagði Hörður.
„Það var gaman að sjá stemninguna fyrir þessu, Árbæingar flyktust í Lautina þegar Heimir skrifaði undir. Þetta var betri mæting en á flesta leiki liðsins í sumar. Með mann eins og Heimi Guðjónsson kemur von og trú og ég held að Árbæingar séu í góðum höndum.“
Þátturinn í heild er í spilaranum.