
Liverpool ku hafa mikinn áhuga á Kees Smit, ungum miðjumanni AZ Alkmaar í Hollandi.
Smit er aðeins 19 ára gamall en hefur þegar fest sig í sessi í byrjunarliði AZ Alkmaar og sýnt þar góðar frammistöður í deild og Evrópukeppni.
Hefur hann vakið athygli stærstu félaga heims undanfarið og er talið að bæði Barcelona og Real Madrid séu með augastað á honum.
Liverpool ætlar hins vegar að freista þess að vinna kapphlaupið um Smit. Sér félagið hann sem leikmann til framtíðar.
Smit er samningsbundinn AZ Alkmaar til 2028 og metinn á 10 milljónir evra samkvæmt Transfermarkt.