
Goðsögnin Sir Alex Ferguson er hrifinn af því sem hann sér hjá Manchester United um þessar mundir, sérstaklega nýja markvörðinn Senne Lammens.
Belginn kom frá Royal Antwerp á lokadegi félagaskiptagluggans eftir að Andre Onana fór á láni til Tyrklands og Altay Bayındır átti afar erfiða byrjun.
Lammens hefur nú leikið fimm leiki í ensku úrvalsdeildinni og gegnt stóru hlutverki í góðu gengi liðsins undafarið.
„Markmaðurinn hefur verið frábær. Hann hefur aðeins spilað nokkra leiki en lítur mjög vel út,“ segir Ferguson um Lammens.
United hefur verið að rétta úr kútnum undanfarið eftir erfiða byrjun á leiktíðinni, sem og afar slakan árangur á þeirri síðustu.
„Ég vona að Ruben Amorim nái árangri því annað kemur ekki til greina hjá Manchester United,“ segir Ferguson.