fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
433Sport

Vissi að ferilinn væri á enda þegar hann ræddi um Tony Adams við samherja sinn

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 12. nóvember 2025 16:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frank Lampard viðurkennir að hann hafi ákveðið að leggja landsliðsskóna á hilluna eftir samtal við leikmann Manchester United.

Goðsögn Chelsea og Englands ákvað að hætta sem atvinnumaður árið 2016 eftir farsælan feril hjá New York City. Lampard, sem á 109 landsleiki að baki og er markahæsti miðjumaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar með 174 mörk, vann 13 titla með Chelsea – þar á meðal fimm Englandsmeistaratitla og Meistaradeildina 2012.

Eftir að hafa þjálfað Derby, Chelsea og Everton stýrir hann nú Coventry sem situr á toppi Championship-deildarinnar.

Í viðtali við The Independent rifjaði Lampard upp ástæðu þess að hann ákvað að hætta með landsliðinu. Hún átti rætur í samtali við Luke Shaw, varnarmann Manchester United.

„Ég var að tala við Luke Shaw og nefndi Tony Adams,“ sagði Lampard.

„Hann leit á mig og spurði: ‘Hver er það?’ Ég hélt að hann væri að grínast, en hann vissi það virkilega ekki. Þá áttaði ég mig á því að ég væri orðinn gamall og að það væri kominn tími til að hætta.“

Lampard hló að atvikinu en viðurkennir að það hafi verið augnablik sem staðfesti að ferlinum væri að ljúka.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Rooney talar um ömurleg kaup United í gegnum árin og nefnir þrjú nöfn

Rooney talar um ömurleg kaup United í gegnum árin og nefnir þrjú nöfn
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Brotist inn á meðan hann var heima með börnin sín

Brotist inn á meðan hann var heima með börnin sín
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Landsliðsþjálfari Spánar furðar sig á vinnubrögðum Barcleona með Yamal

Landsliðsþjálfari Spánar furðar sig á vinnubrögðum Barcleona með Yamal
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Yfir þúsund leikmenn í Tyrklandi settir í bann fyrir veðmálabrot – 27 leikmenn í efstu deild

Yfir þúsund leikmenn í Tyrklandi settir í bann fyrir veðmálabrot – 27 leikmenn í efstu deild
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Gunnar kallar eftir breytingum í samstarfi skóla og íþrótta á Íslandi – „Ég er að tala um ef Kalli brókar þrjá inni á baði, auðvitað á það ekki að fá viðgangast“

Gunnar kallar eftir breytingum í samstarfi skóla og íþrótta á Íslandi – „Ég er að tala um ef Kalli brókar þrjá inni á baði, auðvitað á það ekki að fá viðgangast“
433Sport
Í gær

Framherjinn eftirsótti hafnaði gylliboði frá Rússlandi

Framherjinn eftirsótti hafnaði gylliboði frá Rússlandi
433Sport
Í gær

Ósætti á bak við tjöldin – Gæti fengið sparkið fljótlega

Ósætti á bak við tjöldin – Gæti fengið sparkið fljótlega