
AC Milan ætlar að reyna að freista Robert Lewandowski og fá hann til að skrifa undir samning eftir að hann yfirgefur Barcelona.
Um þetta er fjallað í ítölskum miðlum í dag, en allar líkur eru á því að pólski framherjinn fari frá Barcelona þegar samningur hans rennur út eftir tímabilið.
Lewandowski hefur verið orðaður við þó nokkur félög en Milan er sagt undirbúa það að funda með honum og fulltrúum hans á næstu vikum.
Þrátt fyrir að vera orðinn 37 ára gamall er Lewandowski hvergi nærri hættur og vill halda áfram að spila á háu stigi. Verkefnið hjá Milan ku heilla hann.