
Andy Robertson hefur tjáð sig um hugsanleg endalok ferils síns hjá Liverpool.
Vinstri bakvörðurinn var magnaður fyrir Liverpool í fjölda ára en undanfarin ár hefur hægst vel á honum. Hefur hann verið orðaður við brottför, til að mynda heim til Skotlands.
„Liverpool hefur gert allt fyrir mig. Það sem gerist fer fram á bak við luktar dyr og ég er rólegur yfir stöðunni,“ segir Robertson um framtíð sína.
„Ef þetta er síðasta tímabil mitt hér þá verður það að vera svo,“ segir hann enn fremur yfirvegaður.