
Skondin uppákoma átti sér stað í Match of the Day 2 í gærkvöldi þegar hljóðnemar voru óvart látnir vera á meðan sýnt var úr leik Brentford og Newcastle.
Á meðan svipmyndir voru á skjánum mátti heyra Wayne Rooney og Danny Murphy hlæja saman eftir að Rooney hafði beðist afsökunar á því að hafa óvart kallað Murphy röngu nafni fyrr í þættinum.
„Ég tók eftir því, en vildi ekki stoppa þig í miðri ræðu,“ sagði Murphy, en Rooney kallaði Murphy Daniel Sturridge, sem hann hefur einnig unnið með í útsendingum.
Rooney er nú fastur meðlimur í sérfræðingateymi Match of the Day, sem er afar vinsæll þáttur um ensku úrvalsdeildina.
Sjón er sögu ríkari.
Hot Mic on @BBCMOTD with Danny Murphy and Wayne Rooney getting the giggles and Gabby Logan saying "You talking about Daniel Sturridge" 🤣 #BBCMOTD #MOTD pic.twitter.com/EgRokNfBMD
— Cllr Martin Abrams 🕊️🍉 (@Martin_Abrams) November 9, 2025