

Enska landsliðsmarkvörðurinn Mary Earps er við það að gefa út ævisögu sína þar sem hún ræðir opinskátt um baráttu sína við andlega heilsu og tjáir sig í fyrsta sinn um kynhneigð sína.
Earps, sem er 32 ára og varð Evrópumeistari með Englandi, vonast til að bókin verði innblástur fyrir þá sem glíma við svipuð vandamál.
Í bókinni þakkar hún kærustunni sinni, Kitty, opinberlega fyrir stuðninginn og hjálpina við að takast á við frægðina.
„Ég hef alltaf reynt að halda einkalífinu aðskildu frá fótboltanum,“ sagði Earps.
„En það hefði verið óheiðarlegt að skilja eftir eitthvað sem er mér svona mikilvægt. Ég er í mjög hamingjusömu sambandi, og fólkið sem stendur mér næst hefur alltaf vitað það. Nú líður mér eins og ég sé tilbúin og glöð að deila því með öllum.“