fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
433Sport

Samherji Stefáns Teits fær þungan dóm fyrir kynþáttaníð

Hörður Snævar Jónsson
Laugardaginn 8. nóvember 2025 12:00

Hannibal varð fyrir fordómum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Framherjinn Milutin Osmajic hjá Preston hefur verið úrskurðaður í níu leikja bann eftir að hafa verið talinn hafa beitt Burnley-leikmanninn Hannibal Mejbri kynþáttaníði.

Osmajic er samherji Stefáns Teits Þórðarsonar sem leikur með Preston.

Atvikið átti sér stað í markalausum leik liðanna í Championship-deildinni í febrúar, þar sem Mejbri ásakaði Osmajic um rasísk ummæli. Osmajic hafnaði ásökuninni harðlega og neitaði sök.

Knattspyrnusamband Englands (FA) ákærði hann í kjölfarið og taldi að leikmaðurinn hefði hegðað sér ósæmilega og notað móðgandi og niðrandi orð gagnvart andstæðingi.

Nú hefur aganefnd FA komist að þeirri niðurstöðu að brotið sé sannað og staðfest að Osmajic, landsliðsmaður Svartfjallalands, muni afplána níu leikja bann.

Í yfirlýsingu FA sagði að málið félli undir svokallað „aukið brot“ þar sem ummælin hafi átt sér skírskotun til litarháttar eða kynþáttar samkvæmt reglugerð E3.2. Preston og leikmaðurinn hafa ekki tjáð sig frekar um niðurstöðuna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Darwin Nunez strax aftur til Englands?

Darwin Nunez strax aftur til Englands?
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Arteta vildi ekkert segja um hvort Gyökeres spili um helgina

Arteta vildi ekkert segja um hvort Gyökeres spili um helgina
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Emi Martinez sviptur hlutverki sínu

Emi Martinez sviptur hlutverki sínu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Valur fær styrktarþjálfara frá Fram – Hefur starfað fyrir stór félög

Valur fær styrktarþjálfara frá Fram – Hefur starfað fyrir stór félög
433Sport
Í gær

Foden og Bellingham aftur mættir í enska landsliðshópinn – Sjáðu hópinn sem Tuchel valdi

Foden og Bellingham aftur mættir í enska landsliðshópinn – Sjáðu hópinn sem Tuchel valdi
433Sport
Í gær

Amorim segir United á allt öðrum og betri stað frá síðasta leik við Tottenham

Amorim segir United á allt öðrum og betri stað frá síðasta leik við Tottenham