fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
433Sport

Wenger uppljóstrar um loforð sem Liverpool gaf Wirtz – Munu að öllum líkindum svíkja það núna

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 5. nóvember 2025 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arséne Wenger hefur varpað nýju ljósi á félagaskiptip Florian Wirtz til Liverpool í sumar og haldið því fram að eitt skilyrði sem Þjóðverjinn setti hafi orðið til þess að Liverpool hafi rifið miðjuna sína í sundur.

Liverpool greiddi Bayer Leverkusen 116 milljónir punda fyrir Wirtz, sem setti þá nýtt breskt met, áður en félagið sló það aftur með kaupum á Alexander Isak á lokadegi gluggans.

Bayern München þrýsti einnig á kaup en Wirtz valdi Liverpool með skýrri kröfu.

Samkvæmt Wenger sagði Wirtz við Liverpool: „Ég kem ef ég fæ að spila sem tían. Ég vil ekki spila á kantinum.“ Liverpool samþykkti það til að tryggja kaupin.

Wenger telur að með því hafi Liverpool raskað jafnvægi í miðjunni, þar sem Ryan Gravenberch, Alexis Mac Allister og Dominik Szoboszlai höfðu myndað sterka þriggja manna línu. Til að koma Wirtz inn fór Szoboszlai út og miðjan missti stöðugleika.

Wirtz hefur svo átt erfitt uppdráttar og hefur hvorki skorað né lagt upp í tíu leikjum. Á sama tíma hafði Liverpool tapað nokkrum leikjum í röð áður en liðið rétti kúrsinn gegn Aston Villa og Real Madrid.

Wenger bendir á að Arne Slot hafi nú snúið til baka í gömlu miðjunni og neytt Wirtz til að færa sig á kantinn: „Ef hann vill spila, þá þarf hann að gera það þar. Þjálfarinn vill ekki raska miðjunni aftur,“ sagði Wenger.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Kaldhæðinn Arnar Gunnlaugs: „Er hjá Stellar, sem hjálpar gríðarlega mikið til þegar þú ert að velja í landsliðið“

Kaldhæðinn Arnar Gunnlaugs: „Er hjá Stellar, sem hjálpar gríðarlega mikið til þegar þú ert að velja í landsliðið“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Þetta eru félögin sem bíða og sjá hvort Barcelona mistakist að landa Rashford – Tvö á Englandi

Þetta eru félögin sem bíða og sjá hvort Barcelona mistakist að landa Rashford – Tvö á Englandi
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Óhugnanleg uppákoma í London: Lögregla opinberar hver þekkti maðurinn er

Óhugnanleg uppákoma í London: Lögregla opinberar hver þekkti maðurinn er
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Liðsfélagi og vinur Trent opinberar hvernig kappinn talar um Liverpool

Liðsfélagi og vinur Trent opinberar hvernig kappinn talar um Liverpool
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ungstirnið á förum í janúar – Virðist búinn að velja áfangastað

Ungstirnið á förum í janúar – Virðist búinn að velja áfangastað
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ungir Akureyringar eiga krefjandi verkefni fyrir höndum í Grikklandi

Ungir Akureyringar eiga krefjandi verkefni fyrir höndum í Grikklandi