

Arséne Wenger hefur varpað nýju ljósi á félagaskiptip Florian Wirtz til Liverpool í sumar og haldið því fram að eitt skilyrði sem Þjóðverjinn setti hafi orðið til þess að Liverpool hafi rifið miðjuna sína í sundur.
Liverpool greiddi Bayer Leverkusen 116 milljónir punda fyrir Wirtz, sem setti þá nýtt breskt met, áður en félagið sló það aftur með kaupum á Alexander Isak á lokadegi gluggans.
Bayern München þrýsti einnig á kaup en Wirtz valdi Liverpool með skýrri kröfu.
Samkvæmt Wenger sagði Wirtz við Liverpool: „Ég kem ef ég fæ að spila sem tían. Ég vil ekki spila á kantinum.“ Liverpool samþykkti það til að tryggja kaupin.
Wenger telur að með því hafi Liverpool raskað jafnvægi í miðjunni, þar sem Ryan Gravenberch, Alexis Mac Allister og Dominik Szoboszlai höfðu myndað sterka þriggja manna línu. Til að koma Wirtz inn fór Szoboszlai út og miðjan missti stöðugleika.
Wirtz hefur svo átt erfitt uppdráttar og hefur hvorki skorað né lagt upp í tíu leikjum. Á sama tíma hafði Liverpool tapað nokkrum leikjum í röð áður en liðið rétti kúrsinn gegn Aston Villa og Real Madrid.
Wenger bendir á að Arne Slot hafi nú snúið til baka í gömlu miðjunni og neytt Wirtz til að færa sig á kantinn: „Ef hann vill spila, þá þarf hann að gera það þar. Þjálfarinn vill ekki raska miðjunni aftur,“ sagði Wenger.