

Faðir Lamine Yamal hefur vakið mikla athygli á Spáni eftir að hafa tilkynnt trúlofun sína –við unnustu sem er aðeins fimm árum eldri en Barcelona-stjarnan.
Mounir Nasraoui, 35 ára, hefur verið áberandi á samfélagsmiðlum undanfarin misseri og á um 1,3 milljón fylgjenda á Instagram. Nú hefur hann staðfest að hann sé trúlofaður 23 ára kærustunni Khristinu, þrátt fyrir gagnrýni og umræðu sem myndast hefur um aldursmun þeirra.

Nasraoui birti mynd af parinu þar sem þau sitja í faðmlagi á svölum og bætti við svörtum hjartae moji og hring, sem margir túlkuðu sem staðfestingu á að brúðkaup sé á leiðinni.
Ekki er alveg ljóst hvenær samband þeirra hófst, en Khristina hefur reglulega sést á myndum á prófílnum hans síðustu mánuði.
Lamine Yamal, 18 ára, hefur ekki tjáð sig opinberlega um trúlofun föður síns, en fréttirnar hafa vakið mikla umfjöllun í spænskum fjölmiðlum.