fbpx
Fimmtudagur 23.október 2025
433Sport

Sögulegt stig fyrir Blika í Evrópu – Klikkuðu á víti sem hefði gefið tæpar 60 milljónir í kassann

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 23. október 2025 18:37

Höskuldur Gunnlaugsson. Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breiðablik sótti sitt fyrsta stig í riðla/deildarkeppni Sambandsdeildarinnar í kvöld þegar KuPS frá Finnlandi heimsótti liðið á Laugardalsvöll í kvöld.

Blikar voru sterkari aðili leiksins og fengu gullið tækifæri til að taka stigin þrjú í síðari hálfleik, þegar liðið fékk vítaspyrnu.

Höskuldur Gunnlaugsson sem alla jafna er öruggur á vítapunktinum setti boltann framhjá markinu. Dýrt fyrir budduna í Smáranum.

Fyrir jafnteflið fá Blikar 18 milljónir frá UEFA, hefði liðið farið með sigur af hólmi hefði liðið fengið 57 milljónir króna í sinn vasa.

Ólafur Ingi Skúlason var að stýra sínum fyrsta leik sem þjálfari Breiðabliks og náði í sögulegt stig fyrir Blika í Evrópu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Íhugaði að gefast upp og leita á annan vettvang – „Ég fann enga gleði“

Íhugaði að gefast upp og leita á annan vettvang – „Ég fann enga gleði“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Skaut Dyche á forvera sinn í fyrsta viðtalinu?

Skaut Dyche á forvera sinn í fyrsta viðtalinu?
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Hemmi Hreiðars sagður færast nær því að taka við

Hemmi Hreiðars sagður færast nær því að taka við
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Matti Villa í nýtt hlutverk

Matti Villa í nýtt hlutverk