Breiðablik sótti sitt fyrsta stig í riðla/deildarkeppni Sambandsdeildarinnar í kvöld þegar KuPS frá Finnlandi heimsótti liðið á Laugardalsvöll í kvöld.
Blikar voru sterkari aðili leiksins og fengu gullið tækifæri til að taka stigin þrjú í síðari hálfleik, þegar liðið fékk vítaspyrnu.
Höskuldur Gunnlaugsson sem alla jafna er öruggur á vítapunktinum setti boltann framhjá markinu. Dýrt fyrir budduna í Smáranum.
Fyrir jafnteflið fá Blikar 18 milljónir frá UEFA, hefði liðið farið með sigur af hólmi hefði liðið fengið 57 milljónir króna í sinn vasa.
Ólafur Ingi Skúlason var að stýra sínum fyrsta leik sem þjálfari Breiðabliks og náði í sögulegt stig fyrir Blika í Evrópu.