fbpx
Fimmtudagur 23.október 2025
433Sport

Kalla eftir því að Amorim verði rekinn vegna ummæla hans um te

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 23. október 2025 19:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stuðningsmenn Manchester United grínuðust á samfélagsmiðlum og sögðu að Ruben Amorim ætti að vera rekinn eftir að hann viðraði skoðanir sínar á bresku tei.

Portúgalski stjórinn hefur snúið gengi liðsins við eftir erfiða byrjun á tímabilinu. United féll úr leik í deildarbikarnum gegn Grimsby Town og átti í vandræðum í deildinni, en sigrar gegn Sunderland og Liverpool sitt hvoru megin við landsleikjahléið hafa komið með jákvæðni aftur á Old Trafford.

Þrátt fyrir það hefur Amorim nú vakið athygli fyrir allt annað en frammistöðu liðsins, heldur fyrir drykkjarvenjur sínar.

Í myndbandi sem ensku úrvalsdeildinni birti ræða stjórar liða um daglega rútínu sína. Þar sagði Amorim að hann vaknaði á hverjum morgni klukkan sex og byrji daginn alltaf á svörtu kaffi. „Kaffi, enginn sykur, engin mjólk, bara svart. Oftast espresso,“ sagði hann.

Þegar hann var spurður hvernig hann tæki te, olli hann þó deilum meðal stuðningsmanna. „Ég drekk ekki mikið te. Ég elska kaffi, en stundum drekk ég te bara til að forðast of mikið kaffi. Ég hef séð menn drekka te með mjólk, það skil ég alls ekki,“ sagði Amorim.

Orð hans vöktu miklar kátínur á samfélagsmiðlum. Einn aðdáandi skrifaði. „Ég get sætt mig við slæman árangur, undarlegar skiptingar og uppstillingar, en þetta með mjólkina gengur of langt! Rekið hann strax!“

Annar bætti við. „Þetta er nóg, REKIÐ HANN!“ meðan þriðji skrifaði. „Ef þú skilur ekki te, þá skilurðu ekki fótbolta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Íhugaði að gefast upp og leita á annan vettvang – „Ég fann enga gleði“

Íhugaði að gefast upp og leita á annan vettvang – „Ég fann enga gleði“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Skaut Dyche á forvera sinn í fyrsta viðtalinu?

Skaut Dyche á forvera sinn í fyrsta viðtalinu?
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Hemmi Hreiðars sagður færast nær því að taka við

Hemmi Hreiðars sagður færast nær því að taka við
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Matti Villa í nýtt hlutverk

Matti Villa í nýtt hlutverk