Samkvæmt frétt Mirror hefur framherjinn Joshua Zirkzee óskað eftir að fara frá Manchester United í janúarglugganum.
Þessi 24 ára gamli hollenski landsliðsmaður gekk til liðs við United frá Bologna sumarið 2024 fyrir um 36 milljónir punda, en hefur ekki átt fast sæti í liðinu undir stjórn Ruben Amorim. Hann hefur aðeins komið við sögu í þremur leikjum á tímabilinu.
Zirkzee vill fá meira spilatíma til að tryggja sér sæti í landsliði Hollands fyrir HM, en landsliðsþjálfarinn Ronald Koeman hefur gert honum ljóst að hann þurfi að vera reglulegur byrjunarliðsmaður til að koma til greina.
Samkvæmt Talksport gæti West Ham reynt að fá Zirkzee í janúar til að styrkja sóknarlínuna, þar sem Niclas Fullkrug er meiddur og Callum Wilson hefur verið mikið frá vegna meiðsla.
Einnig er talið að Roma fylgist með stöðunni, sérstaklega ef félagið ákveður að losa sig við Evan Ferguson, sem er sem stendur þar á láni frá Brighton.