Albert Guðmundsson skoraði fyrir Fiorentina í 0-3 sigri gegn Rapid Vín í Sambandsdeildinni í kvöld, Albert var áfram á meðal varamanna hjá liðinu.
Albert kom inn þegar tæpar fimmtán mínútur voru eftir og minnti á ágæti sitt með góðu marki.
Í Evrópudeildinni var Brann í bullandi gír gegn Rangers þar sem Eggert Aron Guðmundsson spilaði allan leikinn.
Brann vann 3-0 sigur gegn skoska risanum en Brann leikur undir stjórn Freys Alexanderssonar.
Brann er með sex stig eftir þrjár umferðir, hreint mögnuð byrjun hjá norska liðinu.